Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:18 Haldinn verður íbúafundur í Borgarnesi þann 27. ágúst um sameininguna. Vísir/Vilhelm Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59