Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 14:30 Milos Kerkez er einn af nýju mönnunum hjá Liverpool sem hafa gert liðið líkara PSG að mati Arnars Gunnlaugssonar. Samsett/EPA/Sýn Sport „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31
„Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00
„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03