Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 14:30 Milos Kerkez er einn af nýju mönnunum hjá Liverpool sem hafa gert liðið líkara PSG að mati Arnars Gunnlaugssonar. Samsett/EPA/Sýn Sport „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31
„Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00
„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03