Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2025 09:32 Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Vísir/Lýður Bragi Karl Bjarkason átti draumainnkomu hjá FH í Bestu deild karla í fyrrakvöld er liðið vann 5-4 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins á gervigrasi í 357 daga. FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum. FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum.
FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira