Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 15:19 Svona var útsýnið frá Flötunum í Garðabæ yfir að Kauptúni þar sem auglýsingaskiltið skein skært síðastliðið laugardagskvöld. Baldur Rafn Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur. Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir að skiltið sem um ræðir hafi verið sett upp í maí. „Þetta er ljósaskilti eins og er svo víða, en það sem gerist er að ljósneminn í því bilar. Það verður til þess að það verður full birta á skjánum sem á ekki að vera.“ Umræða um ofurbirtu frá skiltinu hafi farið af stað á samfélagsmiðlum á laugardaginn og strax hafi verið brugðist við. „Við fórum bara beinustu leið niður að skoða málið. Þá var alltof mikil birta, og á sunnudeginum var gerð ákveðin framkvæmd sem minnkaði ljósmagnið í skiltinu.“ „Svo erum við að vinna í því að koma þessu almennilega í lag, en það er búið að dempa þessa birtu sem var um helgina. Það var ekki ætlun okkar að valda ónæði,“ segir Stefán Rúnar. Þetta er kannski fullmikið af því góða.Baldur Rafn Baldur Rafn Gylfason vakti máls á þessu á íbúasíðu Garðabæjar á Facebook um helgina, en honum fannst málið hið furðulegasta. „Ég er annars ekkert á móti þessum lit eða þessari ágætu verslun, en ég get varla trúað öðru en að svona rosalegt ljósafyrirbæri eigi að fara í grenndarkynningu - ef ekki meira en það,“ sagði hann og birti myndir af skiltinu sem sást alla leið heim til hans á Flatirnar í Garðabæ. Í samtali við fréttastofu segir hann að meiningin hafi verið að spyrja spurninga en alls ekki vera með nein leiðindi. „Við vorum til dæmis að horfa á sjónvarpið í fyrradag, en við hrukkum alltaf við, héldum að það væri verið að sprengja rakettur eða eitthvað. Þá var bara skiltið að breytast, þetta semsagt flakkar milli auglýsinga.“ „Það elska allir Ikea en þetta er fullmikið kannski,“ segir Baldur.
Garðabær Auglýsinga- og markaðsmál IKEA Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira