Sport

Ungur körfuboltamaður drukknaði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deng Mayar í leik með Norður-Dakóta háskólanum.
Deng Mayar í leik með Norður-Dakóta háskólanum.

Deng Mayar, körfuboltamaður hjá Omaha háskólanum í Bandaríkjunum, er látinn. Hann drukknaði í fyrradag.

Mayar var að synda með vini sínum í Blackridge Reservoir í Herriman í Utah þegar þeir lentu í vandræðum.

Vinurinn komst í land en fór aftur út í vatnið til freista þess að bjarga Mayar. Það tókst hins vegar ekki og lík Mayars fannst seint á laugardagskvöldinu.

„Við erum harmi slegin eftir að hafa frétt af andláti Mayars,“ sagði þjálfari Omaha, Chris Crutchfield.

Mayar lék með Norður-Dakóta háskólanum í tvö ár áður en hann skipti yfir til Omaha í sumar. Hann var 22 ára þegar hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×