Enski boltinn

„Enskir úr­vals­deildar­dómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Altay Bayindir hefur fengið harða gagnrýni fyrir að hafa ekki gert betur í sigurmarki Arsenal gegn Manchester United.
Altay Bayindir hefur fengið harða gagnrýni fyrir að hafa ekki gert betur í sigurmarki Arsenal gegn Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN

Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn.

Calafiori skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær á 13. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið af stuttu færi eftir að Bayindir mistókst að handsama boltann eða slá hann frá.

„Auðvitað er stuggað við honum en hann er bara ekki nægilega sterkur. Arsenal vilja fylla markteiginn af eins mörgum leikmönnum og hægt er, sama hvort þeir hlaupa baka til eða fram á við. Þeir eru með 5-6 leikmenn inni í markteignum og það verða læti og það verða stympingar og enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta. Þetta er heldur ekki neitt. Hann er bara ekki nægilega sterkur,“ sagði Arnar í Sunnudagsmessunni í gær.

Ólafur tók aðeins upp hanskann fyrir Bayindir.

„Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma Bayindir til varnar en það er rosalega auðvelt að hengja þetta á hann og ég gerði það í hálfleik,“ sagði Ólafur.

„En ef þú horfir á hvernig mennirnir sem eru í svæðum inni í markteignum, hvernig þeir bregðast við þegar boltinn kemur. Við sáum þarna [Diogo] Dalot meðal annars. Hann var kominn með hendurnar upp áður en þetta með Bayindir var búið. Þeir eru ofboðslega passívir. Boltinn kemur inn í teig, þeir vita að þeir munu ráðast á þetta svæði og þeir eru allir annað hvort að hörfa eða í besta falli að standa flatfóta.“

Klippa: Messan - markið hjá Arsenal gegn United

André Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður United undanfarin tvö tímabil, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og því fékk Bayindir tækifæri. Hann kom til United frá Fenerbache fyrir tveimur árum og hefur tólf leiki fyrir Rauðu djöflana í öllum keppnum.

Umræðuna úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár

Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska.

Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“

William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×