Íslenski boltinn

Sjáðu veisluna í Kópa­vogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum

Sindri Sverrisson skrifar
Sigurður Bjartur Hallsson hefur verið sjóðheitur að undanförnu og fagnar hér marki gegn Breiðabliki í gær.
Sigurður Bjartur Hallsson hefur verið sjóðheitur að undanförnu og fagnar hér marki gegn Breiðabliki í gær. Sýn Sport

Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi.

Í Kópavoginum mætti Bragi Karl Bjarkason inn á snemma í seinni hálfleik og skoraði strax sín fyrstu tvö mörk fyrir FH-inga. Öll níu mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Afturelding og KA gerðu 3-3 jafntefli í Mosfellsbæ þar sem KA komst þrívegis yfir en alltaf náðu heimamenn að jafna.

ÍBV vann magnaðan sigur gegn toppliði Vals, 4-1, í Vestmannaeyjum þar sem þokan setti sinn svip á leikinn þegar á leið. Sverrir Páll Hjaltested skoraði eitt marka Eyjamanna, gegn sínu gamla liði, og var það sannkölluð perla.

Stjarnan hafði betur gegn Vestra, 2-1, þar sem Andri Rúnar Bjarnason klobbaði Guy Smit með afar snyrtilegum hætti og skoraði bæði mörk Stjörnunnar en neitaði að fagna gegn sínu uppeldisfélagi. Vestri virtist hafa skorað jöfnunarmark en það var dæmt af við litla kátínu, eins og sjá má.

Víkingar unnu svo langþráðan sigur gegn ÍA, 1-0 á Akranesi, þar sem rauða spjaldið fór á loft undir lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×