Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:30 Matheus Cunha var líflegur í liði Manchester United í gær en náði ekki að skora frekar en aðrir leikmenn liðsins. Getty/Stu Forster Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. „Væntingarnar hjá United eru orðnar svo litlar að jafnvel Gary [Neville] sagði í lýsingunni að allir væru sáttir eftir 1-0 tap. Þeir verða að gera betur. Þetta veldur mér áhyggjum,“ sagði Keane þegar hann fór yfir leikinn í útsendingu Sky Sports. Gamli United-fyrirliðinn var þó nokkuð hrifinn af því sem að Matheus Cunha og Bryan Mbeumo buðu upp á fram á við en eina mark leiksins skoraði Riccardo Calafiori með skalla eftir hornspyrnu. „Ég held að með komu þessara nýju leikmanna og miðað við það sem þeir sýndu þá sé það hughreystandi. Þeir litu út eins og Manchester United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna. Þeir eru góðir karakterar,“ sagði Keane. „En við höfum sagt það oft áður að það eru vandræði þarna baka til. Það er verið að tala um að þeir séu ekki leiðinlegir en á endanum snýst þetta um að skora mörk til að vinna fótboltaleiki því annars ertu alltaf undir pressu,“ sagði Keane en bætti við: „Væntingarnar hjá félaginu eru svo lágar að það eru nánast allir bara ánægðir,“ og var þá spurður hvar hann teldi að United myndi enda: „Tíunda, mögulega níunda sæti.“ „Sumir af nýju mönnunum gáfu góð fyrirheit. Þeir fóru fram völlinn af smá krafti. Hlutirnir munu batna og þetta er erfitt gegn Arsenal, en engin mörk og enn eitt tapið. Það eru enn vandamál til staðar hjá Manchester United,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
„Væntingarnar hjá United eru orðnar svo litlar að jafnvel Gary [Neville] sagði í lýsingunni að allir væru sáttir eftir 1-0 tap. Þeir verða að gera betur. Þetta veldur mér áhyggjum,“ sagði Keane þegar hann fór yfir leikinn í útsendingu Sky Sports. Gamli United-fyrirliðinn var þó nokkuð hrifinn af því sem að Matheus Cunha og Bryan Mbeumo buðu upp á fram á við en eina mark leiksins skoraði Riccardo Calafiori með skalla eftir hornspyrnu. „Ég held að með komu þessara nýju leikmanna og miðað við það sem þeir sýndu þá sé það hughreystandi. Þeir litu út eins og Manchester United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna. Þeir eru góðir karakterar,“ sagði Keane. „En við höfum sagt það oft áður að það eru vandræði þarna baka til. Það er verið að tala um að þeir séu ekki leiðinlegir en á endanum snýst þetta um að skora mörk til að vinna fótboltaleiki því annars ertu alltaf undir pressu,“ sagði Keane en bætti við: „Væntingarnar hjá félaginu eru svo lágar að það eru nánast allir bara ánægðir,“ og var þá spurður hvar hann teldi að United myndi enda: „Tíunda, mögulega níunda sæti.“ „Sumir af nýju mönnunum gáfu góð fyrirheit. Þeir fóru fram völlinn af smá krafti. Hlutirnir munu batna og þetta er erfitt gegn Arsenal, en engin mörk og enn eitt tapið. Það eru enn vandamál til staðar hjá Manchester United,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira