„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en félagaskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Getty/Justin Setterfield Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira