Fótbolti

Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Richarlison tekur „Dúfuna“.
Richarlison tekur „Dúfuna“. Julian Finney/Getty Images

Fyrstu laugardagsleikir nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni fóru fram í gær og voru tólf mörk skoruð í fimm leikjum.

Dagurinn hófst á viðureign Aston Villa og Newcastle, en liðin skiptu að lokum stigunum á milli sín eftir markalaust jafntefli.

Þó er ekki hægt að segja að neitt hafi gerst í leiknum því Ezri Konsa fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu. Það kom þó ekki að sök fyrir heimamenn í Aston Villa.

Klippa: Rauðaspjaldið úr leik Aston Villa og Newcastle

Klukkan 14:00 var svo komið að þremur leikjum. Tottenham vann 3-0 sigur gegn nýliðum Burnley þar sem Richarlison skoraði tvö mörk, bæði eftir stoðsendingar frá nýja manninum Mohammed Kudus. Óhætt er að segja að seinna markið hafi verið af dýrari gerðinni.

Það var svo Brennan Johnson sem bætti þriðja markinu við.

Klippa: Mörkin úr leik Tottenham og Burnley

Þá unnu nýliðar Sunderland magnaðan 3-0 sigur gegn West Ham og Rodrigo Muniz tryggði Fulham dramatískt stig gegn Brighton.

Klippa: Mörkin úr leik Sunderland og West Ham
Klippa: Mörkin úr leik Brighton og Fulham

Að lokum tóku Úlfarnir á móti Manchester City í síðasta leik dagsins. Bláklæddu gestirnir mættu í hefndarhug eftir slakt tímabil í fyrra og unnu öruggan 4-0 sigur.

Nýi maðurinn Tijjani Reijnders var allt í öllu hjá City og skoraði og lagði upp. Erling Haaland er samur við sig og skoraði tvö fyrir City og annar nýr maður, Rayan Cherki, bætti fjórða markinu við.

Klippa: Mörkin úr leik Wolves og Manchester City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×