Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 10:02 Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði sitthvað að segja um varnarleik liðsins gegn Bournemouth í gær. Vísir/Getty Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira