Enski boltinn

Öll helstu at­vikin úr opnunarleiknum: Átti varnar­maður Bournemouth að vera rekinn af velli?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Liverpool vildi sjá hendi dæmda en dómarinn var ósammála.
Liverpool vildi sjá hendi dæmda en dómarinn var ósammála. Michael Steele/Getty Images

Liverpool vann 4-2 endurkomusigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Öll mörkin og helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan, þar á meðal þegar varnarmaður Bournemouth virtist handleika boltann í upphafi leiks.

Klippa: Hápunktarnir úr leik Liverpool og Bournemouth

Atvikið átti sér stað snemma, áður en fyrsta markið var skorað. Liverpool var við það að sleppa inn fyrir vörn Bournemouth en Marcos Senesi kom í veg fyrir það.

Boltinn virtist hafa farið í hönd hans, allavega einu sinni ef ekki tvisvar, en ekkert var dæmt. Liverpool menn voru mjög ósáttir og vildu sjá rautt spjald fara á loft.

Hverju sem líður vann Liverpool leikinn 4-2, eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir, misst forystuna en náð að setja tvö mörk til viðbótar á lokamínútunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×