Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 07:02 Fullyrðingagleðin er við völd í grein sem Ágúst Ólafur Ágústsson, stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni, ritaði á Vísi í gær. Þar tók hann saman tólf atriði sem hann sagði skipta máli þegar rætt væri um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Fullyrðingar voru þar í aðalhlutverki sem fyrr segir en hins vegar lítið sem ekkert haft fyrir því að tefla fram haldbærum rökum í þeim efnum eða yfir höfuð. Sem út af fyrir sig getur ekki beinlínis talizt eitthvað nýtt úr þeirri áttinni. Fyrir vikið taldi ég hins vegar rétt að fjalla um það sem Ágúst kaus að segja ekki. Eða er mögulega ekki sjálfur meðvitaður um. Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki fullveldi sitt að stærstu leyti til yfirþjóðlegra stofnana þess. Það er ástæða fyrir því að einhugur er um það að Ísland gæti ekki gengið í sambandið nema stjórnarskránni yrði breytt þannig að slíkt framsal valds yrði heimilað. Fjölmörg dæmi eru fyrir vikið um það að ríki hafi orðið undir á vettvangi Evrópusambandsins og þurft að kyngja mörgu þvert á eigin hagsmuni. Til dæmis Danir þegar þeir neyddust um árið til að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráði þess. Vægi ríkja við töku ákvarðana innan Evrópusambandsins fer einkum eftir íbúafjölda þeirra. Þannig fengi Ísland sex þingmenn á þing sambandsins af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægi einstakra íslenzkra þingmanna innan þingflokka þess yrði eðli málsins samkvæmt á sömu nótum. Í ráðherraráði Evrópusambandsins yrði staðan enn verri þar sem að fullu er miðað við íbúafjölda í stað ákveðins gólfs. Þar yrði vægi Íslands fyrir vikið einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þá yrði yfirþjóðlegt vald sambandsins æðra lagasetningarvaldi Alþingis. Þetta yrði „sætið við borðið“. Telur stjórnsýslu Íslands alltof litla Kæmi til inngöngu í Evrópusambandið færðist valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum til þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann. Hið sama ætti til dæmis við um orkumálin. Regla sambandsins um hlutfallslegan stöðugleika tekur vissulega mið af sögulegri veiðireynslu en er þó aðeins vinnuregla við úthlutun aflaheimilda og á sér enga stoð í sáttmálanum. Afnema mætti regluna eða breyta henni án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda nær einróma samþykki í ráðherraráði þess ekki til sjávarútvegsmála. Þá breytti reglan engu um það að stjórn málaflokksins færi til sambandsins. Fullyrðingar um að Ísland taki upp 75% af löggjöf Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn standast enga skoðun og hafa aldrei verið færð haldbær rök fyrir þeim. Meira að segja var aðeins rætt um umtalsverðan (e. significant) hluta hennar í gögnum sambandsins í tengslum við umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í það á sínum tíma. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefur hlutfallið síðustu ár verið í kringum 20%. Væri það í reynd 75% væru það miklu fremur rök fyrir því að endurskoða aðildina að EES-samningnum en að fara úr öskunni í eldinn með inngöngu í sambandið. Fjöldi þeirra sem eru beinlínis á launaskrá hjá Evrópusambandinu eru aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að bákni sambandsins. Langflestir sem tilheyra því eru á launaskrá hjá ríkjum þess. Þetta sést ágætlega í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og VG á sínum tíma þar sem fram kom að íslenzka stjórnsýslan væri alltof lítil til þess að geta staðið undir þeim skuldbindingum sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Fyrir vikið þyrfti að koma til mikillar „stofnanauppbyggingar“ hér á landi til þess að það væri mögulegt. Það er að segja útþenslu báknsins. Til marks um efnahagslega stöðnun Hvað varðar vexti, verðbólgu og verðtryggingu hefur til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur fært gild rök fyrir því að það standist einfaldlega ekki skoðun að krónunni sé um að kenna í þeim efnum. Væru háir vextir til dæmis afleiðing smæðar gjaldmiðilsins eins og haldið hafi verið fram ætti það sama að gilda um aðra smáa gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli sé hins vegar mjög veik. Hið sama eigi við um virðisrýrnun krónunnar í gegnum tíðina sem sé fyrst og fremst afleiðing þess að of mikið hafi verið búið til af henni sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Gjaldmiðillinn búi sig vitanlega ekki til sjálfur. Stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Einkum á meðal ungs fólks. Atvinnuleysi var 2,8% í júní á Íslandi. Einungis á Möltu var það lægra eða 2,5% samkvæmt tölum hagstofu sambandsins. Í flestum öðrum ríkjum þess var það miklu hærra. Tilgangur lágra vaxta hefur verið að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki mjög eftirsóknarverðan. Verðlag á Íslandi er vissulega hátt í evrópskum samanburði en sömuleiðis hérlend laun. Það er verðlag á vinnu. Vöruverð segir lítið nema einnig sé tekið inn í myndina hvað fáist fyrir launin. Verðlag er þannig yfirleitt langlægst í Rúmeníu og Búlgaríu en ólíklegt er að við Íslendingar myndum sætta okkur við þarlend laun. Hins vegar hafa rannsóknir bent til þess að hærra verðlag á Íslandi sé ekki sízt tilkomið vegna flutningskostnaður þar sem flytja þarf vörur til landsins með skipum eða flugvélum. Landfræðileg staðsetning Íslands myndi vitanlega ekki breytast kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Hafa fjármagnað hernað Rússlands Vegna viðskiptasamninga Íslands við Evrópusambandið sem og einhliða ákvarðana íslenzkra stjórnvalda eru í dag engir tollar á innfluttar vörur frá ríkjum þess fyrir utan ýmsar landbúnaðarvörur. Þar á meðal í gegnum netviðskipti. Hið sama á við um innflutning frá öðrum ríkjum heimsins. Með inngöngu í sambandið færum við Íslendingar inn fyrir tollmúra þess gagnvart öðrum ríkjum og þyrftum því að greiða tolla vegna alls kyns varnings sem í dag er fluttur tollfrjálst til landsins sem aftur myndi hækka verðlag. Evrópusambandið er jú tollabandalag sem er í raun andstæða frjálsra milliríkjaviðskipta. Við erum síðan þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegnum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Ríki sambandsins hafa lengi vanrækt varnir sínar en hyggjast nú reyna að bæta fyrir það sem ljóst er að taka mun mörg ár. Takizt það. Finnsk og sænsk stjórnvöld sögðust einkum hafa sótt um aðild að NATO vegna þess að þau gætu ekki treyst Evrópusambandinu í varnarmálum. Þá hafa forystumenn sambandsins viðurkennt að hafa með miklum kaupum á rússneskri orku um árabil fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands. Með öðrum orðum myndi innganga í Evrópusambandið meðal annars hafa í för með sér framsal á fullveldi landsins, vægi við töku ákvarðana í samræmi við íbúafjölda landsins, að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins ásamt flestum öðrum málaflokkum okkar, stóraukið bákn, hærri og meiri tolla, efnahagslega stöðnun, minni hagvöxt og meira atvinnuleysi. Þá erum við ekki farin að ræða um margt annað í þeim efnum eins og áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að lokamarkmiðinu allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki sem komin er langt á leið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Fullyrðingagleðin er við völd í grein sem Ágúst Ólafur Ágústsson, stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni, ritaði á Vísi í gær. Þar tók hann saman tólf atriði sem hann sagði skipta máli þegar rætt væri um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Fullyrðingar voru þar í aðalhlutverki sem fyrr segir en hins vegar lítið sem ekkert haft fyrir því að tefla fram haldbærum rökum í þeim efnum eða yfir höfuð. Sem út af fyrir sig getur ekki beinlínis talizt eitthvað nýtt úr þeirri áttinni. Fyrir vikið taldi ég hins vegar rétt að fjalla um það sem Ágúst kaus að segja ekki. Eða er mögulega ekki sjálfur meðvitaður um. Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki fullveldi sitt að stærstu leyti til yfirþjóðlegra stofnana þess. Það er ástæða fyrir því að einhugur er um það að Ísland gæti ekki gengið í sambandið nema stjórnarskránni yrði breytt þannig að slíkt framsal valds yrði heimilað. Fjölmörg dæmi eru fyrir vikið um það að ríki hafi orðið undir á vettvangi Evrópusambandsins og þurft að kyngja mörgu þvert á eigin hagsmuni. Til dæmis Danir þegar þeir neyddust um árið til að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, þrátt fyrir að hafa barizt gegn þeim í ráðherraráði þess. Vægi ríkja við töku ákvarðana innan Evrópusambandsins fer einkum eftir íbúafjölda þeirra. Þannig fengi Ísland sex þingmenn á þing sambandsins af vel yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Vægi einstakra íslenzkra þingmanna innan þingflokka þess yrði eðli málsins samkvæmt á sömu nótum. Í ráðherraráði Evrópusambandsins yrði staðan enn verri þar sem að fullu er miðað við íbúafjölda í stað ákveðins gólfs. Þar yrði vægi Íslands fyrir vikið einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þá yrði yfirþjóðlegt vald sambandsins æðra lagasetningarvaldi Alþingis. Þetta yrði „sætið við borðið“. Telur stjórnsýslu Íslands alltof litla Kæmi til inngöngu í Evrópusambandið færðist valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum til þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann. Hið sama ætti til dæmis við um orkumálin. Regla sambandsins um hlutfallslegan stöðugleika tekur vissulega mið af sögulegri veiðireynslu en er þó aðeins vinnuregla við úthlutun aflaheimilda og á sér enga stoð í sáttmálanum. Afnema mætti regluna eða breyta henni án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda nær einróma samþykki í ráðherraráði þess ekki til sjávarútvegsmála. Þá breytti reglan engu um það að stjórn málaflokksins færi til sambandsins. Fullyrðingar um að Ísland taki upp 75% af löggjöf Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn standast enga skoðun og hafa aldrei verið færð haldbær rök fyrir þeim. Meira að segja var aðeins rætt um umtalsverðan (e. significant) hluta hennar í gögnum sambandsins í tengslum við umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í það á sínum tíma. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefur hlutfallið síðustu ár verið í kringum 20%. Væri það í reynd 75% væru það miklu fremur rök fyrir því að endurskoða aðildina að EES-samningnum en að fara úr öskunni í eldinn með inngöngu í sambandið. Fjöldi þeirra sem eru beinlínis á launaskrá hjá Evrópusambandinu eru aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að bákni sambandsins. Langflestir sem tilheyra því eru á launaskrá hjá ríkjum þess. Þetta sést ágætlega í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og VG á sínum tíma þar sem fram kom að íslenzka stjórnsýslan væri alltof lítil til þess að geta staðið undir þeim skuldbindingum sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Fyrir vikið þyrfti að koma til mikillar „stofnanauppbyggingar“ hér á landi til þess að það væri mögulegt. Það er að segja útþenslu báknsins. Til marks um efnahagslega stöðnun Hvað varðar vexti, verðbólgu og verðtryggingu hefur til dæmis dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur fært gild rök fyrir því að það standist einfaldlega ekki skoðun að krónunni sé um að kenna í þeim efnum. Væru háir vextir til dæmis afleiðing smæðar gjaldmiðilsins eins og haldið hafi verið fram ætti það sama að gilda um aðra smáa gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli sé hins vegar mjög veik. Hið sama eigi við um virðisrýrnun krónunnar í gegnum tíðina sem sé fyrst og fremst afleiðing þess að of mikið hafi verið búið til af henni sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Gjaldmiðillinn búi sig vitanlega ekki til sjálfur. Stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Einkum á meðal ungs fólks. Atvinnuleysi var 2,8% í júní á Íslandi. Einungis á Möltu var það lægra eða 2,5% samkvæmt tölum hagstofu sambandsins. Í flestum öðrum ríkjum þess var það miklu hærra. Tilgangur lágra vaxta hefur verið að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki mjög eftirsóknarverðan. Verðlag á Íslandi er vissulega hátt í evrópskum samanburði en sömuleiðis hérlend laun. Það er verðlag á vinnu. Vöruverð segir lítið nema einnig sé tekið inn í myndina hvað fáist fyrir launin. Verðlag er þannig yfirleitt langlægst í Rúmeníu og Búlgaríu en ólíklegt er að við Íslendingar myndum sætta okkur við þarlend laun. Hins vegar hafa rannsóknir bent til þess að hærra verðlag á Íslandi sé ekki sízt tilkomið vegna flutningskostnaður þar sem flytja þarf vörur til landsins með skipum eða flugvélum. Landfræðileg staðsetning Íslands myndi vitanlega ekki breytast kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Hafa fjármagnað hernað Rússlands Vegna viðskiptasamninga Íslands við Evrópusambandið sem og einhliða ákvarðana íslenzkra stjórnvalda eru í dag engir tollar á innfluttar vörur frá ríkjum þess fyrir utan ýmsar landbúnaðarvörur. Þar á meðal í gegnum netviðskipti. Hið sama á við um innflutning frá öðrum ríkjum heimsins. Með inngöngu í sambandið færum við Íslendingar inn fyrir tollmúra þess gagnvart öðrum ríkjum og þyrftum því að greiða tolla vegna alls kyns varnings sem í dag er fluttur tollfrjálst til landsins sem aftur myndi hækka verðlag. Evrópusambandið er jú tollabandalag sem er í raun andstæða frjálsra milliríkjaviðskipta. Við erum síðan þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins í gegnum NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Möltu og Kýpur sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Ríki sambandsins hafa lengi vanrækt varnir sínar en hyggjast nú reyna að bæta fyrir það sem ljóst er að taka mun mörg ár. Takizt það. Finnsk og sænsk stjórnvöld sögðust einkum hafa sótt um aðild að NATO vegna þess að þau gætu ekki treyst Evrópusambandinu í varnarmálum. Þá hafa forystumenn sambandsins viðurkennt að hafa með miklum kaupum á rússneskri orku um árabil fjármagnað hernaðaruppbyggingu Rússlands. Með öðrum orðum myndi innganga í Evrópusambandið meðal annars hafa í för með sér framsal á fullveldi landsins, vægi við töku ákvarðana í samræmi við íbúafjölda landsins, að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins ásamt flestum öðrum málaflokkum okkar, stóraukið bákn, hærri og meiri tolla, efnahagslega stöðnun, minni hagvöxt og meira atvinnuleysi. Þá erum við ekki farin að ræða um margt annað í þeim efnum eins og áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að lokamarkmiðinu allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki sem komin er langt á leið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun