Innlent

Kyn­ferðis­brot á leik­skóla og tímamótafundur for­seta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga.

Augu heimsbyggðarinnar eru á herstöð í Anchorage í Alaska þar sem fundur þeirra Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútíns Rússlandsforseta klukkan sjö í kvöld. Samúel Karl Ólason blaðamaður sem hefur fylgst ítarlega með aðdraganda fundarins og stöðu mála í Úkraínu mætir í myndver.

Íbúar í Laugarneshverfi eru langþreyttir á sífelldum sprengingum vegna framkvæmda við Grand Hótel. Við kíkjum í heimsókn til íbúa og heyrum hávaðann.

Þá sjáum við myndir frá þrumuveðrinu í dag og verðum í beinni frá Hörpu þar sem tónleikar fara fram í myrkri í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×