Aðlögunar krafist eftir U-beygju Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan. Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan.
Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira