Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Hörður Unnsteinsson skrifar 17. ágúst 2025 19:45 Mosfellingar þurfa að bíða lengur eftir sigri. vísir/Anton Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Leikurinn á Varmá fór varfærnislega af stað, en KA liðið var þó meira með boltann fyrstu mínúturnar og héldu heimamönnum föstum niðri við eigin vítateig fyrstu rúmu 25 mínútur leiksins. Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri á 14. mínútu þegar hann átti skot í þverslána af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Fyrsta mark leiksins kom svo á 22. mínútu, eftir stífa pressu KA manna barst boltinn á Hans Viktor sem lagði hann fyrir fætur Guðjóns Ernis Hrafnkelssonar. Guðjón rakti boltann að vítateignum og negldi honum á nærstöng þar sem Jökull kom hendi á boltann en náði ekki að verja. Jökull eflaust vonsvikinn út í sjálfan sig að hafa ekki tekið þennan. Aftureldingu óx aðeins ásmegin eftir markið og komst betur í takt við leikinn. Mosfellingar áttu nokkrar álitlegar sóknir og hálffæri, en ekkert betra en skot frá Þórði Gunnari á 32. mínútu sem Steinþór Már í marki KA varði vel. KA menn með verðskuldaða forystu í hálfleik, 0-1. Mikið af mörkum og varið víti Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og þeir náðu að jafna leikinn á 49. mínútu eftir skemmtilegt samspil Georgs Bjarnasonar og Þórðar Gunnars Hafþórssonar fyrir utan vítateiginn sem endaði með því að sá síðarnefndi lagði boltann í netið. Jöfnunarmarkið gaf þeim byr undir báða vængi og þeir nældu sér í vítaspyrnu aðeins fimm mínútum síðar þegar Bjarni Aðalsteinsson miðjumaður KA missti boltann klaufalega inn á miðsvæðinu. Á sprettinum tilbaka fékk hann svo fyrirgjöf nafna síns Runólfssonar í hendina og vítaspyrna réttilega dæmt. Bjarni getur hins vegar þakkað Steinþóri í markinu sem varði annars fína vítaspyrnu Benjamin Stokke. KA liðið brunaði af stað í sókn. Jóan Símon keyrir inn á teiginn af vinstri vængnum og er þar tekinn niður af Georg Bjarnasyni og vítaspyrna dæmd. Jóan féll auðveldlega inn á teignum en Georg gerði sjálfum sér heldur enga greiða með að leggja höndina á öxlina hans. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi úr spyrnunni og kom gestunum yfir. Sjaldséður skutluskalli Heimamenn jöfnuðu svo metin með stórglæsilegu marki á 78. mínútu leiksins. Þá átti Georg sprett upp hægri vænginn og sendi fyrirgjöf sem Luc-Martin Kassi skutluskallaði í boga yfir Steinþór í markinu. Ekki oft sem við sjáum góðan skutluskalla í Bestu deildinni og taktar Kassi minntu eilítið á Robin Van Persie fyrir Hollendina á HM 2014. Staðan 2-2 þegar tólf mínútur lifðu leiks. KA liðið komst svo aftur yfir á 84. mínútu eftir snarpa skyndisókn þar sem félagarnir Guðjón Ernir og Hans Viktor náðu aftur vel saman, í þetta skiptið fyrirgjöf frá Guðjóni á Hans Viktor sem lagði boltann smekklega fyrir fætur Hallgríms sem smellti boltanum í hornið. Hallgrímur hljóp og fagnaði innilega með áhangendum Akureyringa sem voru fámennir en háværir í stúkunni í dag. Það tók heimamenn ekki nema mínútu að jafna metin að nýju. Arnór Gauti Ragnarsson sem var nýkominn inn á sem varamaður tók þá sprett upp hægri vænginn og sendi stórkostlega fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Aron Jóhannsson skallaði boltann framhjá Steinþóri í markinu, staðan orðin 3-3 og hreint ótrúlegar senur í Mosfellsbænum. KA liðið fékk svo heldur betur séns á að vinna leikinn í uppbótartíma. Dagur Ingi Valsson fékk þá boltann einn gegn Jökli í markinu en honum voru mislagðar fætur að þessu sinni og skotið fór framhjá markinu. Þetta reyndist síðasta spyrna leiksins og jafntefli niðurstaðan í frábærum fótboltaleik. Atvikið Vítaspyrnuvarsla Stubbs í síðari hálfleik var klárlega vendipunktur í leiknum. Afturelding var nýbúin að jafna leikinn og var á miklu skriði. Vítaspyrna Stokke alls ekki slæm en Steinþór sér við honum og ver hana meistaralega. Mér skilst á gárungum hér í Mosfellsbænum að þetta sé fimmta vítaspyrna sem Stokke setur í sama horn. Ef Afturelding skorar þar þá fer þessi leikur öðruvísi, ég fullyrði það. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar og Hans Viktor voru gríðarlega skapandi í liði KA manna í dag. Hallgrímur skorar tvö mörk og Hans Viktor leggur upp tvö. Í liði Aftureldingar báru Georg Bjarnason og Þórður Gunnar af. Georg lagði upp tvö mörk fyrir sína menn, en gaf svo víti hinum megin. Einnig átti Arnór Gauti frábæra innkomu í lið heimamanna og fyrirgjöf hans á 89 mínútu lagði upp jöfnunarmark Aftureldingar. Bjarni Aðalssteinsson slapp heldur betur við að vera skúrkurinn í dag. Hann tapaði boltanum klaufalega inn á miðsvæðinu og fékk svo í kjölfarið dæmda á sig vítaspyrnu sem Steindór varði. Dómarateymið Við fyrstu sýn virtist eins og Helgi Mikael hafi verið nappaður í gildru í vítaspyrnudóm KA manna. Við endursýningu virðist þetta vera réttur dómur. Georg setur höndina á öxlina á Jóan Símon og gefur Helga Mikael ekki annan kost en að flauta víti. Hitt vítið var mun auðveldara. Það minnti á dóminn sem Moussa Sissoko fékk á sig í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2019. Stemming og umgjörð Oft verið betur mætt í Mosfellsbæinn og ætli leikur Man Utd og Arsenal spili ekki eitthvað þar inn í. Það var hins vegar fín stemming hjá gestunum sem voru byrjaðir að syngja og tralla góðum klukkutíma fyrir leik. Umgjörðin hjá Mosfellingum eins og best verður á kosið. Fínn standard setur að Varmá. Viðtöl Magnús Már: „Held að leikmenn hafi bara ennþá verið í Hlégarði“ „Það hafa allir farið ánægðir heim með skemmtanagildi í leiknum að gera. Það stærsta fyrir mig er trúin sem við höfum, við lendum þrisvar undir í þessum leik og jöfnum alltaf. Mér finnst við vera að sækja sigurinn og það er í rauninni það sem kostar okkur að þeir komast í 3-2. Við vorum full ákafir frammi í hornspyrnu og þeir fara upp og skora. Það er rosalegur karakter að fá það mark í andlitið, nokkrar mínútur eftir og fara svo beint upp og skora í 3-3,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Fyrstu 20 mínúturnar voru ömurlegar hjá okkur og ég held að leikmenn hafi bara ennþá verið í Hlégarði með stuðningsmönnunum, þeir voru allavega ekki á svæðinu. Í seinni hluta fyrri hálfleiks fannst mér við taka leikinn yfir og við erum betri aðilinn í leiknum eftir það. Ég er örugglega með mín gleraugu á því en mér finnst samt að við séum betri og líklegri frá 20. mínútu. Mjög súrt að ná ekki sigrinum. Við fáum vítaspyrnu sem er pjúra víti, maðurinn er með höndina úti og boltinn á leiðinni á okkar menn. Svo nokkrum mínútum seinna fá þeir vítaspyrnu sem mér fannst ekki vera víti. Það réttlætir það ekki þó við fáum vítaspyrnu nokkrum mínútum áður að það séu einhver minni sársaukamörk á því hvernig víti er dæmt í hina áttina. En hann dæmdi þetta svona og það er bara eins og það er. Því miður skora þeir úr spyrnunni og það er eitt af mörkunum sem telur í dag,“ sagði Magnús. Hallgrímur: „Ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjarnt“ „Þetta var ótrúlega skemmtilegur og fjörugur leikur. Við KA menn erum svekktir,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Ef þú lítur yfir allan leikinn þá er kannski ekkert ósanngjarnt að þetta hafi farið jafntefli, en þegar við komumst þrisvar yfir og erum yfir bara alveg í lokin og fáum á okkur mark beint eftir miðjuna, þá er maður svekktur. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt, mark og tvö sláarskot, við hefðum getað komið okkur í þægilegri stöðu,“ sagði Hallgrímur og bætti við: „Mér líður smá eins og þetta séu töpuð stig vegna þess að við erum þrisvar yfir, og það sem meira er að á 94. mínútu fáum við dauðafæri til að klára leikinn í 4-3. En ef þú lítur tölfræðilega yfir leikinn þá er ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjarnt. Kannski ef annað liðið hefði átt að vinna þá voru það við, en jafntefli í raun ekkert ósanngjarnt.“ Besta deild karla Afturelding KA
Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Leikurinn á Varmá fór varfærnislega af stað, en KA liðið var þó meira með boltann fyrstu mínúturnar og héldu heimamönnum föstum niðri við eigin vítateig fyrstu rúmu 25 mínútur leiksins. Ásgeir Sigurgeirsson fékk dauðafæri á 14. mínútu þegar hann átti skot í þverslána af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Fyrsta mark leiksins kom svo á 22. mínútu, eftir stífa pressu KA manna barst boltinn á Hans Viktor sem lagði hann fyrir fætur Guðjóns Ernis Hrafnkelssonar. Guðjón rakti boltann að vítateignum og negldi honum á nærstöng þar sem Jökull kom hendi á boltann en náði ekki að verja. Jökull eflaust vonsvikinn út í sjálfan sig að hafa ekki tekið þennan. Aftureldingu óx aðeins ásmegin eftir markið og komst betur í takt við leikinn. Mosfellingar áttu nokkrar álitlegar sóknir og hálffæri, en ekkert betra en skot frá Þórði Gunnari á 32. mínútu sem Steinþór Már í marki KA varði vel. KA menn með verðskuldaða forystu í hálfleik, 0-1. Mikið af mörkum og varið víti Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og þeir náðu að jafna leikinn á 49. mínútu eftir skemmtilegt samspil Georgs Bjarnasonar og Þórðar Gunnars Hafþórssonar fyrir utan vítateiginn sem endaði með því að sá síðarnefndi lagði boltann í netið. Jöfnunarmarkið gaf þeim byr undir báða vængi og þeir nældu sér í vítaspyrnu aðeins fimm mínútum síðar þegar Bjarni Aðalsteinsson miðjumaður KA missti boltann klaufalega inn á miðsvæðinu. Á sprettinum tilbaka fékk hann svo fyrirgjöf nafna síns Runólfssonar í hendina og vítaspyrna réttilega dæmt. Bjarni getur hins vegar þakkað Steinþóri í markinu sem varði annars fína vítaspyrnu Benjamin Stokke. KA liðið brunaði af stað í sókn. Jóan Símon keyrir inn á teiginn af vinstri vængnum og er þar tekinn niður af Georg Bjarnasyni og vítaspyrna dæmd. Jóan féll auðveldlega inn á teignum en Georg gerði sjálfum sér heldur enga greiða með að leggja höndina á öxlina hans. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi úr spyrnunni og kom gestunum yfir. Sjaldséður skutluskalli Heimamenn jöfnuðu svo metin með stórglæsilegu marki á 78. mínútu leiksins. Þá átti Georg sprett upp hægri vænginn og sendi fyrirgjöf sem Luc-Martin Kassi skutluskallaði í boga yfir Steinþór í markinu. Ekki oft sem við sjáum góðan skutluskalla í Bestu deildinni og taktar Kassi minntu eilítið á Robin Van Persie fyrir Hollendina á HM 2014. Staðan 2-2 þegar tólf mínútur lifðu leiks. KA liðið komst svo aftur yfir á 84. mínútu eftir snarpa skyndisókn þar sem félagarnir Guðjón Ernir og Hans Viktor náðu aftur vel saman, í þetta skiptið fyrirgjöf frá Guðjóni á Hans Viktor sem lagði boltann smekklega fyrir fætur Hallgríms sem smellti boltanum í hornið. Hallgrímur hljóp og fagnaði innilega með áhangendum Akureyringa sem voru fámennir en háværir í stúkunni í dag. Það tók heimamenn ekki nema mínútu að jafna metin að nýju. Arnór Gauti Ragnarsson sem var nýkominn inn á sem varamaður tók þá sprett upp hægri vænginn og sendi stórkostlega fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Aron Jóhannsson skallaði boltann framhjá Steinþóri í markinu, staðan orðin 3-3 og hreint ótrúlegar senur í Mosfellsbænum. KA liðið fékk svo heldur betur séns á að vinna leikinn í uppbótartíma. Dagur Ingi Valsson fékk þá boltann einn gegn Jökli í markinu en honum voru mislagðar fætur að þessu sinni og skotið fór framhjá markinu. Þetta reyndist síðasta spyrna leiksins og jafntefli niðurstaðan í frábærum fótboltaleik. Atvikið Vítaspyrnuvarsla Stubbs í síðari hálfleik var klárlega vendipunktur í leiknum. Afturelding var nýbúin að jafna leikinn og var á miklu skriði. Vítaspyrna Stokke alls ekki slæm en Steinþór sér við honum og ver hana meistaralega. Mér skilst á gárungum hér í Mosfellsbænum að þetta sé fimmta vítaspyrna sem Stokke setur í sama horn. Ef Afturelding skorar þar þá fer þessi leikur öðruvísi, ég fullyrði það. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar og Hans Viktor voru gríðarlega skapandi í liði KA manna í dag. Hallgrímur skorar tvö mörk og Hans Viktor leggur upp tvö. Í liði Aftureldingar báru Georg Bjarnason og Þórður Gunnar af. Georg lagði upp tvö mörk fyrir sína menn, en gaf svo víti hinum megin. Einnig átti Arnór Gauti frábæra innkomu í lið heimamanna og fyrirgjöf hans á 89 mínútu lagði upp jöfnunarmark Aftureldingar. Bjarni Aðalssteinsson slapp heldur betur við að vera skúrkurinn í dag. Hann tapaði boltanum klaufalega inn á miðsvæðinu og fékk svo í kjölfarið dæmda á sig vítaspyrnu sem Steindór varði. Dómarateymið Við fyrstu sýn virtist eins og Helgi Mikael hafi verið nappaður í gildru í vítaspyrnudóm KA manna. Við endursýningu virðist þetta vera réttur dómur. Georg setur höndina á öxlina á Jóan Símon og gefur Helga Mikael ekki annan kost en að flauta víti. Hitt vítið var mun auðveldara. Það minnti á dóminn sem Moussa Sissoko fékk á sig í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2019. Stemming og umgjörð Oft verið betur mætt í Mosfellsbæinn og ætli leikur Man Utd og Arsenal spili ekki eitthvað þar inn í. Það var hins vegar fín stemming hjá gestunum sem voru byrjaðir að syngja og tralla góðum klukkutíma fyrir leik. Umgjörðin hjá Mosfellingum eins og best verður á kosið. Fínn standard setur að Varmá. Viðtöl Magnús Már: „Held að leikmenn hafi bara ennþá verið í Hlégarði“ „Það hafa allir farið ánægðir heim með skemmtanagildi í leiknum að gera. Það stærsta fyrir mig er trúin sem við höfum, við lendum þrisvar undir í þessum leik og jöfnum alltaf. Mér finnst við vera að sækja sigurinn og það er í rauninni það sem kostar okkur að þeir komast í 3-2. Við vorum full ákafir frammi í hornspyrnu og þeir fara upp og skora. Það er rosalegur karakter að fá það mark í andlitið, nokkrar mínútur eftir og fara svo beint upp og skora í 3-3,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Fyrstu 20 mínúturnar voru ömurlegar hjá okkur og ég held að leikmenn hafi bara ennþá verið í Hlégarði með stuðningsmönnunum, þeir voru allavega ekki á svæðinu. Í seinni hluta fyrri hálfleiks fannst mér við taka leikinn yfir og við erum betri aðilinn í leiknum eftir það. Ég er örugglega með mín gleraugu á því en mér finnst samt að við séum betri og líklegri frá 20. mínútu. Mjög súrt að ná ekki sigrinum. Við fáum vítaspyrnu sem er pjúra víti, maðurinn er með höndina úti og boltinn á leiðinni á okkar menn. Svo nokkrum mínútum seinna fá þeir vítaspyrnu sem mér fannst ekki vera víti. Það réttlætir það ekki þó við fáum vítaspyrnu nokkrum mínútum áður að það séu einhver minni sársaukamörk á því hvernig víti er dæmt í hina áttina. En hann dæmdi þetta svona og það er bara eins og það er. Því miður skora þeir úr spyrnunni og það er eitt af mörkunum sem telur í dag,“ sagði Magnús. Hallgrímur: „Ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjarnt“ „Þetta var ótrúlega skemmtilegur og fjörugur leikur. Við KA menn erum svekktir,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Ef þú lítur yfir allan leikinn þá er kannski ekkert ósanngjarnt að þetta hafi farið jafntefli, en þegar við komumst þrisvar yfir og erum yfir bara alveg í lokin og fáum á okkur mark beint eftir miðjuna, þá er maður svekktur. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt, mark og tvö sláarskot, við hefðum getað komið okkur í þægilegri stöðu,“ sagði Hallgrímur og bætti við: „Mér líður smá eins og þetta séu töpuð stig vegna þess að við erum þrisvar yfir, og það sem meira er að á 94. mínútu fáum við dauðafæri til að klára leikinn í 4-3. En ef þú lítur tölfræðilega yfir leikinn þá er ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjarnt. Kannski ef annað liðið hefði átt að vinna þá voru það við, en jafntefli í raun ekkert ósanngjarnt.“
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn