Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 09:33 Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason eru ekki sammála um væntingar til Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Sýn Sport Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason verða í stórum hlutverkum í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann. Þeir eru ekki alltaf sammála og það kom vel í ljóst í upphitunarþættinum fyrir ensku úrvalsdeildina. Guðmundur og Hjörvar voru alls ekki sammála um Manchester United og möguleika liðsins á komandi tímabili. Það gekk svo langt að þeir fóru að rífast þar sem hvorugur þeirra gaf sig. Það verður örugglega gaman að rifja upp þessa umræðu seinna á leiktíðinni. „Af hverju segir þú að United verði ekki í topp fimm,“ spurði Hjörvar hneykslaður. Þeir eiga ekki möguleika í það „Af því að þeir eiga ekki möguleika í það. Leikmannahópurin er þannig saman settur að þetta lið er hvorki með miðju né vörn til að fara í topp fimm,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur, Hjörvar og Kristjana spá hverjir verða meistarar „Liverpool, Chelsea, Manchester City verða betri heldur en á síðustu leiktíð. Arsenal, þau verða öll þarna og ég giska á í fjórum efstu. Ég lýg því ekki að Brighton er betra fótboltalið heldur en Manchester United,“ sagði Guðmundur. „Manchester United er mögulega að taka besta leikmanninn af Brighton,“ sagði Hjörvar. „En þeir eru betra fótboltalið,“ svaraði Guðmundur. „Manchester United er ekki að fara díla við Evrópukeppni í ár þannig að þetta er einn leikur í viku,“ sagði Hjörvar áfram sannfærður um að hans menn verði meðal fimm efstu. Sýn Sport Ástæða fyrir því „Það er ástæða fyrir því, Þeir gátu ekkert á síðustu leiktíð. Þeir eru ekkert orðnir frábærir eða miklu betri þrátt fyrir að vera komnir með þrjá nýja leikmenn sem munu hjálpa þeim klárlega,“ svaraði Guðmundur. Hann var ekki hrifinn af leik United á móti Fiorentina í síðasta æfingarleik liðsins fyrir tímabilið. „Ég ætla að vona að þeir spili mun betur á móti Arsenal heldur en í þeim leik. United hefur ekki gefið mér neinar ástæður til að fara að hugsa að þeir séu að fara að keppa um Meistaradeildarsæti núna,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir Manchester United í topp fimm,“ sagði Hjörvar. „Hefur þú alltaf gert það,“ spurði Guðmundur. „Já oftast,“ svaraði Hjörvar hlæjandi. Hjörvar er nokkuð ánægður með hópinn hjá United en segist ekki þola þetta þriggja hafsenta kerfi sem liðið spilar. „Ég held að United þurfi fleiri en einn nýjan leikmann og ef þeir ætla að spila þetta kerfi þá þurfa þeir svona sjö,“ sagði Guðmundur. Sýn Sport Hjörvar tók fyrir andlitið yfir vali Gumma Þetta var bara smá upphitun fyrir umræðu félaganna seinna í þættinum. Þá var komið að því spá um Englandsmeistara 2026 og Hjörvar hristi bara hausinn og tók fyrir andlitið yfir vali Guðmundar. Guðmundur kom þá með góða sögu af Hjörvari um að hann hafði spáð fimm mismunandi liðum titlinum og mætti svo með réttu klippuna þegar ein af þessum spám hans gekk upp. Guðmundur spáir Chelsea titlinum. „Ég ætla að halda mig við þetta því þetta er svo auðvelt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars og Kristjönu Arnarsdóttur sem spáðu bæði Liverpool titlinum. „Ég held í hausnum á mér að þeir endi í þriðja sæti,“ sagði Guðmundur og Hjörvar skildi ekki neitt í neinu. Ég þekki þig alveg „Heldurðu að þeir lendi í þriðja sæti en setur þá samt á toppinn,“ sagði Hjörvar hlæjandi. „Þú heldur að United lenti í fyrsta sæti en setur samt Liverpool“ skaut Guðmundur á Hjörvar. Hjörvar neitaði því en Guðmundur gaf sig ekki. „Ég þekki þig alveg,“ sagði Guðmundur. „Eigum við ekki að reyna að vera faglegir,“ sagði Hjörvar „Þetta er ekki faglegt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars. Þetta eru draumórar Umræðan fór aftur yfir á Manchester United. „Ekki vera að horfa í síðasta tímabil. Súmaðu aðeins út,“ sagði Hjörvar. „Hvað eigum við að horfa í,“ spurði Guðmundur. „Horfðu á hópinn,“ svaraði Hjörvar. „Þetta eru draumórar. Að United verði í Meistaradeildarsæti eru draumórar,“ sagði Guðmundur. „Ég skal lofa þér því að þeir verða í Meistaradeilarsæti,“ sagði Hjörvar. Hér fyrir neðan má sjá þegar hitnaði aðeins á milli þeirra og þeir fóru að rífast um Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Guðmundur og Hjörvar voru alls ekki sammála um Manchester United og möguleika liðsins á komandi tímabili. Það gekk svo langt að þeir fóru að rífast þar sem hvorugur þeirra gaf sig. Það verður örugglega gaman að rifja upp þessa umræðu seinna á leiktíðinni. „Af hverju segir þú að United verði ekki í topp fimm,“ spurði Hjörvar hneykslaður. Þeir eiga ekki möguleika í það „Af því að þeir eiga ekki möguleika í það. Leikmannahópurin er þannig saman settur að þetta lið er hvorki með miðju né vörn til að fara í topp fimm,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur, Hjörvar og Kristjana spá hverjir verða meistarar „Liverpool, Chelsea, Manchester City verða betri heldur en á síðustu leiktíð. Arsenal, þau verða öll þarna og ég giska á í fjórum efstu. Ég lýg því ekki að Brighton er betra fótboltalið heldur en Manchester United,“ sagði Guðmundur. „Manchester United er mögulega að taka besta leikmanninn af Brighton,“ sagði Hjörvar. „En þeir eru betra fótboltalið,“ svaraði Guðmundur. „Manchester United er ekki að fara díla við Evrópukeppni í ár þannig að þetta er einn leikur í viku,“ sagði Hjörvar áfram sannfærður um að hans menn verði meðal fimm efstu. Sýn Sport Ástæða fyrir því „Það er ástæða fyrir því, Þeir gátu ekkert á síðustu leiktíð. Þeir eru ekkert orðnir frábærir eða miklu betri þrátt fyrir að vera komnir með þrjá nýja leikmenn sem munu hjálpa þeim klárlega,“ svaraði Guðmundur. Hann var ekki hrifinn af leik United á móti Fiorentina í síðasta æfingarleik liðsins fyrir tímabilið. „Ég ætla að vona að þeir spili mun betur á móti Arsenal heldur en í þeim leik. United hefur ekki gefið mér neinar ástæður til að fara að hugsa að þeir séu að fara að keppa um Meistaradeildarsæti núna,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir Manchester United í topp fimm,“ sagði Hjörvar. „Hefur þú alltaf gert það,“ spurði Guðmundur. „Já oftast,“ svaraði Hjörvar hlæjandi. Hjörvar er nokkuð ánægður með hópinn hjá United en segist ekki þola þetta þriggja hafsenta kerfi sem liðið spilar. „Ég held að United þurfi fleiri en einn nýjan leikmann og ef þeir ætla að spila þetta kerfi þá þurfa þeir svona sjö,“ sagði Guðmundur. Sýn Sport Hjörvar tók fyrir andlitið yfir vali Gumma Þetta var bara smá upphitun fyrir umræðu félaganna seinna í þættinum. Þá var komið að því spá um Englandsmeistara 2026 og Hjörvar hristi bara hausinn og tók fyrir andlitið yfir vali Guðmundar. Guðmundur kom þá með góða sögu af Hjörvari um að hann hafði spáð fimm mismunandi liðum titlinum og mætti svo með réttu klippuna þegar ein af þessum spám hans gekk upp. Guðmundur spáir Chelsea titlinum. „Ég ætla að halda mig við þetta því þetta er svo auðvelt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars og Kristjönu Arnarsdóttur sem spáðu bæði Liverpool titlinum. „Ég held í hausnum á mér að þeir endi í þriðja sæti,“ sagði Guðmundur og Hjörvar skildi ekki neitt í neinu. Ég þekki þig alveg „Heldurðu að þeir lendi í þriðja sæti en setur þá samt á toppinn,“ sagði Hjörvar hlæjandi. „Þú heldur að United lenti í fyrsta sæti en setur samt Liverpool“ skaut Guðmundur á Hjörvar. Hjörvar neitaði því en Guðmundur gaf sig ekki. „Ég þekki þig alveg,“ sagði Guðmundur. „Eigum við ekki að reyna að vera faglegir,“ sagði Hjörvar „Þetta er ekki faglegt,“ sagði Guðmundur og benti á spá Hjörvars. Þetta eru draumórar Umræðan fór aftur yfir á Manchester United. „Ekki vera að horfa í síðasta tímabil. Súmaðu aðeins út,“ sagði Hjörvar. „Hvað eigum við að horfa í,“ spurði Guðmundur. „Horfðu á hópinn,“ svaraði Hjörvar. „Þetta eru draumórar. Að United verði í Meistaradeildarsæti eru draumórar,“ sagði Guðmundur. „Ég skal lofa þér því að þeir verða í Meistaradeilarsæti,“ sagði Hjörvar. Hér fyrir neðan má sjá þegar hitnaði aðeins á milli þeirra og þeir fóru að rífast um Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira