Körfubolti

Eigin­konan líkir þjálfara Slóvena við Gosa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksander Sekulic er þjálfari Slóvena og hefur verið það frá 2000. Hér má líka sjá mynd af brúðustráknum Gosa.
Aleksander Sekulic er þjálfari Slóvena og hefur verið það frá 2000. Hér má líka sjá mynd af brúðustráknum Gosa. Getty/ Jurij Kodrun/ Unique Nicole

Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum.

Aleksander Sekulic, þjálfari Slóvena, endaði á því velja ekki reynsluboltann Zoran Dragic í hópinn en hann er yngri bróður Goran Dragic sem var allt í öllu þegar Slóvenar urðu Evrópumeistarar 2017.

Það eru þó ekki allir á því að Zoran Dragic hafi ekki komist í liðið. Eiginkona leikmannsins segir mann sig hafa dregið sig sjálfur út úr hópnum vegna ósættis við þjálfarann sem hún segir hafa sýnt Dragic mikla óvirðingu.

Slóvenska körfuboltasambandið gaf það aftur á móti út að Zoran Dragic hafi fórnarlamb niðurskurðar á hópnum sem fór úr sextán mönnum niður í fjórtán.

Zoran Dragic hefur spilað 77 landsleiki og er í fimmta sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn þjóðarinnar frá upphafi.

„Þessi svokallaði þjálfari strokaði Zoran ekki út af listanum. Zoran yfirgaf þennan sirkus sem hefur verið í gangi í nokkur ár,“ skrifaði Svetlana Dragic og birti með mynd af Gosa.

Jú, hún líkti landsliðsþjálfaranum við Gosa úr ævintýrinu um strákinn þar sem nefið stækkaði alltaf þegar hann sagði ósatt.

Svetlana sagði Zoran sinn hafa yfirgefið hópinn eftir að hann fékk aðeins að spila í þrjár mínútur í seinni vináttuleiknum á móti Þjóðberjum.

Hún sagði þjálfarann hafa svarað því að ástæðan væri að Dragic gæti ekki hjálpað liðinu. Þjálfarinn á að hafa sagt að menn fengju ekki að spila vegna afreka þeirra á árum áður.

Svetlana kallaði þetta fyndin rök og bætti við: „Það væri betra ef hann horfði í spegil og endurtæki þessa setningu og beindi henni í staðinn til þess sem horfði til baka á hann í speglinum,“ skrifaði Svetlana Dragic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×