Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 06:31 Aleksander Sekulic er þjálfari Slóvena og hefur verið það frá 2000. Hér má líka sjá mynd af brúðustráknum Gosa. Getty/ Jurij Kodrun/ Unique Nicole Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum. Aleksander Sekulic, þjálfari Slóvena, endaði á því velja ekki reynsluboltann Zoran Dragic í hópinn en hann er yngri bróður Goran Dragic sem var allt í öllu þegar Slóvenar urðu Evrópumeistarar 2017. Það eru þó ekki allir á því að Zoran Dragic hafi ekki komist í liðið. Eiginkona leikmannsins segir mann sig hafa dregið sig sjálfur út úr hópnum vegna ósættis við þjálfarann sem hún segir hafa sýnt Dragic mikla óvirðingu. Slóvenska körfuboltasambandið gaf það aftur á móti út að Zoran Dragic hafi fórnarlamb niðurskurðar á hópnum sem fór úr sextán mönnum niður í fjórtán. Zoran Dragic hefur spilað 77 landsleiki og er í fimmta sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn þjóðarinnar frá upphafi. „Þessi svokallaði þjálfari strokaði Zoran ekki út af listanum. Zoran yfirgaf þennan sirkus sem hefur verið í gangi í nokkur ár,“ skrifaði Svetlana Dragic og birti með mynd af Gosa. Jú, hún líkti landsliðsþjálfaranum við Gosa úr ævintýrinu um strákinn þar sem nefið stækkaði alltaf þegar hann sagði ósatt. Svetlana sagði Zoran sinn hafa yfirgefið hópinn eftir að hann fékk aðeins að spila í þrjár mínútur í seinni vináttuleiknum á móti Þjóðberjum. Hún sagði þjálfarann hafa svarað því að ástæðan væri að Dragic gæti ekki hjálpað liðinu. Þjálfarinn á að hafa sagt að menn fengju ekki að spila vegna afreka þeirra á árum áður. Svetlana kallaði þetta fyndin rök og bætti við: „Það væri betra ef hann horfði í spegil og endurtæki þessa setningu og beindi henni í staðinn til þess sem horfði til baka á hann í speglinum,“ skrifaði Svetlana Dragic. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Aleksander Sekulic, þjálfari Slóvena, endaði á því velja ekki reynsluboltann Zoran Dragic í hópinn en hann er yngri bróður Goran Dragic sem var allt í öllu þegar Slóvenar urðu Evrópumeistarar 2017. Það eru þó ekki allir á því að Zoran Dragic hafi ekki komist í liðið. Eiginkona leikmannsins segir mann sig hafa dregið sig sjálfur út úr hópnum vegna ósættis við þjálfarann sem hún segir hafa sýnt Dragic mikla óvirðingu. Slóvenska körfuboltasambandið gaf það aftur á móti út að Zoran Dragic hafi fórnarlamb niðurskurðar á hópnum sem fór úr sextán mönnum niður í fjórtán. Zoran Dragic hefur spilað 77 landsleiki og er í fimmta sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn þjóðarinnar frá upphafi. „Þessi svokallaði þjálfari strokaði Zoran ekki út af listanum. Zoran yfirgaf þennan sirkus sem hefur verið í gangi í nokkur ár,“ skrifaði Svetlana Dragic og birti með mynd af Gosa. Jú, hún líkti landsliðsþjálfaranum við Gosa úr ævintýrinu um strákinn þar sem nefið stækkaði alltaf þegar hann sagði ósatt. Svetlana sagði Zoran sinn hafa yfirgefið hópinn eftir að hann fékk aðeins að spila í þrjár mínútur í seinni vináttuleiknum á móti Þjóðberjum. Hún sagði þjálfarann hafa svarað því að ástæðan væri að Dragic gæti ekki hjálpað liðinu. Þjálfarinn á að hafa sagt að menn fengju ekki að spila vegna afreka þeirra á árum áður. Svetlana kallaði þetta fyndin rök og bætti við: „Það væri betra ef hann horfði í spegil og endurtæki þessa setningu og beindi henni í staðinn til þess sem horfði til baka á hann í speglinum,“ skrifaði Svetlana Dragic. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official)
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira