Erlent

Hringdi í norskan ráð­herra til að ræða friðar­verð­laun Nóbels

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tollamálin voru einnig rædd í símtalinu sem fram fór í júlí samkvæmt norskum miðilsins
Tollamálin voru einnig rædd í símtalinu sem fram fór í júlí samkvæmt norskum miðilsins AP

„Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí.

Fram kemur í umfjöllun miðilsins að þetta hafi velti upp möguleikanum á að hljóta friðarverðlaunin í samtali við Stoltenberg sem áður var framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Í svari við fyrirspurn fréttaveitunnar Reuters sagði Stoltenberg uppistöðu símtalsins hafa fjallað um tollamál og efnahagslegt samstarf Bandaríkjanna og Noregs í aðdraganda símtals Trump með Jonas Gahr Støre forsætisráðherra.

„Ég mun ekki fara nánar út í efni samtalsins,“ sagði Stoltenberg í skriflegu svari sínu og bætti við að Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og viðskiptaráðgjafi Bandaríkjaforseta hefðu einnig tekið þátt í símtalinu.

Friðarverðlaun Nóbels eru veitt af Nóbelsnefnd Noregs sem telur fimm manns. Meðlimir nefndarinnar eru handvaldir af norska þinginu og á ári hverju fara þeir yfir mörghundruð tilnefningar. Tilkynnt verður um hver hljóti verðlaunin í október.

Trump hefur áður kvartað sáran undan því að hafa ekki hlotið verðlaunin. Barack Obama forveri hans hlaut verðlaunin ásamt þremur öðrum fyrrverandi Bandaríkjaforsetum, Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×