Innlent

30 ára af­mæli Blómstrandi daga í Hvera­gerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Rakel Magnúsdóttir, sem er framkvæmdstjóri Blómstrandi daga í Hveragerði.
Rakel Magnúsdóttir, sem er framkvæmdstjóri Blómstrandi daga í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Blómstrandi dagar hófstu formlega í dag í Hveragerði með setningarathöfn í Listasafni Árnesinga og verður boðið upp á glæsilega dagskrá á morgun og alla helgina.

Blómstrandi dagar er bæjarhátíð Hveragerðis, sem hefur skapað sér einstakan sess í bæjarlífi íbúa, nágranna og landsmanna en dagskráin verður sérstaklega metnaðarfull í ár vegna 30 ára afmælisins en fyrsta hátíðin var haldin árið 1995.

Arnar Gísli Sæmundsson söng tvö lög við setningu Blómstrandi daga. Einar Bjartur Egilsson var undirleikari. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Dagskrá hátíðarinnar ber öll merki um hvaða leiðarstef við veljum okkur til framtíðar í þessari byggðarþróun: samfélag mennsku og manngildis í gæðavexti. Þannig er hátíðin í ár ekki bara viðameiri og stærri en áður, heldur er hugað í leiðinni að gæðum, mennsku og metnaði. List og heilsuefling eru í forgrunni, vönduð fjölskyldudagskrá með fjölskylduballi á föstudagskvöldinu með einni skærustu poppstjörnu landins og glænýjum Hvergerðingi er gott dæmi að taka um þetta. Þá er dagskrá laugardagskvöldsins með okkar stórkostlega listafólki úr Hveragerði sönn saga um hvað máttur menningar er einkennandi fyrir bæinn, dýrmætur kraftur sem mun móta okkur áfram til framtíðar. Þá er Kjörísdagurinn fyrir löngu búinn að marka sér stöðu í hátíðarhöldunum sem einn skemmtilegasti viðburður ársins, þótt víða væri leitað,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar m.a. á heimasíðu bæjarsins.

Pétur G. Markan, sem er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Dagskrá Blómstrandi daga í Hveragerði 2025




Fleiri fréttir

Sjá meira


×