Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 08:31 Florian Wirtz í leik með Liverpool í fyrsta leik sínum á Anfield. Getty/Carl Recine Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira