Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Agnar Már Másson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. ágúst 2025 20:00 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. Fjölmiðlar hafa undanfarin misseri greint frá stórþjófnaði úr verslunum. Vísir greindi í gær frá bíræfnum þjófnaði úr versluninni Ljósmyndavörum. Þar sést á eftirlitsmyndavél hvar þjófar hlaupa inn í verslunina um hábjartjan dag , brjóta glerskáp og hafa á brott með sér myndavélar upp á milljónir króna. „Það sem er að bætast við er stórþjófnaður. Menn eru að koma inn fleiri en einn með skipulögðum hætti,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að að gengin séu fyrst og fremst á höttunum eftir dýrum vörum. Verslunin hafi þurft að bregðast við því. „Það eru dæmi um að verslanir eru að taka dýrar vörur úr framstillingu eða sýningu þannig að kúnninn þurfi jafnvel að spyrja eftir þeim.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvöfalt fleiri tilkynningar um þjófnað og hnupl úr úr verslunum í fyrra samanborið við árið á undan. Tilkynningar um þjófnað hafa nær tvöfaldast milli ára.Vísir Það sem af er ári eru tilkynningarnar orðnar fleiri en í hittifyrra og árið á undan. Lögregla segir skýringuna að hluta til vera að stórverslanir hafi breytt verklagi í fyrra og tilkynnt oftar um þjófnað en áður. „Þetta virðast í miklum mæli vera erlendir aðilar eða hópar sem eru jafnvel að koma hér í skamman tíma sem eru að valda mestum usla og valda milljóna tjóni í hvert skipti.“ Benedikt segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. „Yfirhöfuð þá teljum við að stjórnvöld þurfi nú aðeins að fara að líta til þess hvar þessi mál liggja í forgangsröðinni,“ segir hann. „Hvort sem við erum að tala um refsingar, hvort þær séu ekki nógu harðar fyrir stórþjófnaði.“ Þá hafi líka komið til umræðu hvort lögreglan fái næga fjármuni til að forgangsraða þessum málum. Verslun Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarin misseri greint frá stórþjófnaði úr verslunum. Vísir greindi í gær frá bíræfnum þjófnaði úr versluninni Ljósmyndavörum. Þar sést á eftirlitsmyndavél hvar þjófar hlaupa inn í verslunina um hábjartjan dag , brjóta glerskáp og hafa á brott með sér myndavélar upp á milljónir króna. „Það sem er að bætast við er stórþjófnaður. Menn eru að koma inn fleiri en einn með skipulögðum hætti,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að að gengin séu fyrst og fremst á höttunum eftir dýrum vörum. Verslunin hafi þurft að bregðast við því. „Það eru dæmi um að verslanir eru að taka dýrar vörur úr framstillingu eða sýningu þannig að kúnninn þurfi jafnvel að spyrja eftir þeim.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvöfalt fleiri tilkynningar um þjófnað og hnupl úr úr verslunum í fyrra samanborið við árið á undan. Tilkynningar um þjófnað hafa nær tvöfaldast milli ára.Vísir Það sem af er ári eru tilkynningarnar orðnar fleiri en í hittifyrra og árið á undan. Lögregla segir skýringuna að hluta til vera að stórverslanir hafi breytt verklagi í fyrra og tilkynnt oftar um þjófnað en áður. „Þetta virðast í miklum mæli vera erlendir aðilar eða hópar sem eru jafnvel að koma hér í skamman tíma sem eru að valda mestum usla og valda milljóna tjóni í hvert skipti.“ Benedikt segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. „Yfirhöfuð þá teljum við að stjórnvöld þurfi nú aðeins að fara að líta til þess hvar þessi mál liggja í forgangsröðinni,“ segir hann. „Hvort sem við erum að tala um refsingar, hvort þær séu ekki nógu harðar fyrir stórþjófnaði.“ Þá hafi líka komið til umræðu hvort lögreglan fái næga fjármuni til að forgangsraða þessum málum.
Verslun Lögreglumál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira