Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 14:00 Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim er knattspyrnustjóri. EPA/PETER POWELL Marcus Rashford gagnrýnir áætlun Manchester United sem félags en hann telur að hún snúist frekar um að bregðast við í stað þessa að skipuleggja sig frá grunni. Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira