Íslenski boltinn

Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ibrahim Turay hefur spilað áður með Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar.
Ibrahim Turay hefur spilað áður með Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar.

Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Ibrahim er 24 ára gamall miðjumaður sem kemur til félagsins frá Bo Rangers FC í heimalandinu. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir Síerra Leóne og skoraði í þeim eitt mark, í undankeppni HM.

Alpha er 25 ára gamall kantmaður sem kemur til félagsins frá Neftçi PFK í Aserbaídsjan. Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir Síerra Leóne.

Með landsliðinu hefur Ibrahim spilað einn leik með Steven Caulker, en þeir Alpha hafa ekki verið saman inni á vellinum.

„Með baráttuvilja, kraft og góðri tækni er Ibrahim leikmaður sem mun styrkja miðjuna okkar og gefa liðinu aukna breidd, og stöðuleika.“

„Alpha er hraður, kraftmikill og óhræddur við að sækja að varnarmönnum - eiginleikar sem munu án efa styrkja sóknarleik Stjörnunnar“ segir í tilkynningum Stjörnunnar.

Fréttin var uppfærð þegar Stjarnan tilkynnti komu Alpha Conteh, tuttugu mínútum eftir að tilkynnt var um koma Ibrahim Turay. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×