Lífið

Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í sam­böndum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur og eiginmaður hennar Snorri eru búsett í Danmörku.
Ragnhildur og eiginmaður hennar Snorri eru búsett í Danmörku. Skjáskot

„Oft sjáum við pósta um rauð flögg í samböndum sem vekja okkur til meðvitundar um hvernig fólk við ættum að forðast,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, í nýlegum pistli á Facebook-síðu sinni.

Ragnhildur er landsmönnum að góðu kunn sem áhrifavaldur, pistlahöfundur og fyrirlesari. Hún hefur búið í Danmörku síðastliðin sextán ár ásamt eiginmanni sínum, Snorra Steini Þórðarsyni arkitekt. Í skrifum sínum leggur hún jafnan áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða hugsun og nytsamleg heilræði fyrir daglegt líf.

Í nýjasta pistlinum hvetur hún fólk til að beina sjónum ekki aðeins að varúðarmerkjum sambanda, heldur einnig að því sem hún kallar „grænu flöggin“ – einkenni heilbrigðs, trausts og uppbyggilegs sambands.

Meðal þeirra atriða sem Ragga nefnir eru:

  • Biðjast afsökunar þegar þau hafa gert rangt.
  • Samgleðjast þegar vel gengur og sýna samkennd í verki. 
  • Sýna loforð í verki. 
  • Hvetja þig til að halda þínum félagslegu tengslum utan sambandsins. 
  • Hlusta á þig með athygli. 
  • Virða þín mörk og setja þér skýr mörk. 
  • Sýna vilja til að leysa ágreining. 
  • Beita ekki þagnarbindindi, reiðiköstum eða fýlustjórnun til að ná sínu fram. 
  • Þú upplifir öryggi með þeim. Hafa sömu markmið um sambandið. 
  • Tala fallega við þig og um þig að þér fjarverandi. 
  • Styðja þig þegar illa gengur. 

Ragga bendir á að í heilbrigðu sambandi upplifir fólk ást, samþykki og öryggi – að það sé nóg eins og það er, án þess að þurfa að breyta sér.

„Veljum fólkið í kringum okkur af kostgæfni,“ skrifar hún.


Tengdar fréttir

Ragga nagli í hlutverk fjallkonu í Danmörku

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, flytur ávarp fjallkonu á Þjóðhátíð Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem fer fram á Amager Strand þann 14. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.