„Einhver vildi losna við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Gianluigi Donnarumma fagnar með stuðningsmönnum Paris Saint Germain með Meistaradeildarbikarinn. EPA/FRANCK FIFE Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025 Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira