Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar 12. ágúst 2025 13:45 Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Neytendur Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar