„Það er nóg eftir af sumrinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 17:12 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir september oft hlýrri en júní. Vísir „Það er nóg eftir af sumrinu. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé að kólna. Þó það hafi komið ein frostnótt, þá er það engin vísbending um að sumarið sé að verða búið eða komið haust fyrr en venjulega. Síður en svo.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur lofaði þessu í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Greint var frá því í morgun að hiti hafi farið niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt eftir 27 daga frostleysi á landinu. Hitatölur næturinnar eru þó ekki sérlegur haustboði að sögn Einars. Hann reiknar ekki með næturfrosti aftur á næstunni. „Það eru ekki að skapast skilyrði til þess. Til þess þurfum við að fá heiðríkju og hægan vind. Það er reyndar heldur kaldara loft úr norðri yfir hluta af landinu þannig að menn gætu séð snjó í efstu toppum fyrir norðan og vestan.“ Hann segir nóg eftir af sumrinu og bendir á að stundum sé september hlýrri en júní. Svæsin hitabylgja ríður nú yfir Evrópu og hiti hefur mælst yfir fjörutíu gráður í Frakklandi, Spáni og Portúgal. Einar segir íbúa hér á landi ekki koma til með að njóta góðs af hitanum í Suðvestur-Evrópu. „Það er oft þannig að þegar það er mikil sól í Evrópu fáum við rakann. Það er lægð á leiðinni með úrkomu mjög víða, sérstaklega um sunnan- og vestanvert landið,“ segir Einar. Um komandi helgi kemur aftur á móti hlýtt loft úr suðvestri. Íbúar Norður- og Austurlands fái fyrst og fremst að njóta góðs af því með bjartviðri og háum hitatölum. Meiri vætu verði viðvart fyrir sunnan- og vestan. En hlýja loftinu gæti fylgt strekkingur. Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur lofaði þessu í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Greint var frá því í morgun að hiti hafi farið niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt eftir 27 daga frostleysi á landinu. Hitatölur næturinnar eru þó ekki sérlegur haustboði að sögn Einars. Hann reiknar ekki með næturfrosti aftur á næstunni. „Það eru ekki að skapast skilyrði til þess. Til þess þurfum við að fá heiðríkju og hægan vind. Það er reyndar heldur kaldara loft úr norðri yfir hluta af landinu þannig að menn gætu séð snjó í efstu toppum fyrir norðan og vestan.“ Hann segir nóg eftir af sumrinu og bendir á að stundum sé september hlýrri en júní. Svæsin hitabylgja ríður nú yfir Evrópu og hiti hefur mælst yfir fjörutíu gráður í Frakklandi, Spáni og Portúgal. Einar segir íbúa hér á landi ekki koma til með að njóta góðs af hitanum í Suðvestur-Evrópu. „Það er oft þannig að þegar það er mikil sól í Evrópu fáum við rakann. Það er lægð á leiðinni með úrkomu mjög víða, sérstaklega um sunnan- og vestanvert landið,“ segir Einar. Um komandi helgi kemur aftur á móti hlýtt loft úr suðvestri. Íbúar Norður- og Austurlands fái fyrst og fremst að njóta góðs af því með bjartviðri og háum hitatölum. Meiri vætu verði viðvart fyrir sunnan- og vestan. En hlýja loftinu gæti fylgt strekkingur.
Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Sjá meira