Svara til saka eftir tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði. Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent