Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:07 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. „Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“ Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“
Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira