Körfubolti

Pól­land missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket

Árni Jóhannsson skrifar
Jeremy Sochan í leik með San Antonio á liðnu tímabili en hann mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket.
Jeremy Sochan í leik með San Antonio á liðnu tímabili en hann mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket. Jason Miller/Getty

Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið.

Sochan sem á pólska móður mun hafa meiðst á kálfa á dögunum sem hefur það í för með sér að hann mun missa af mótinu. Meiðslin eru samt sem áður ekki það alvarleg að þau hafi áhrif á leik hans með Spurs á komandi tímabili. Sochan hefur spilað þrjá landsleiki með A landsliði Póllands og skorað 18 stig, náð í sex fráköst og gefið tvær stoðsendingar að meðaltali í leik en hann leiddi u-16 ára lið Póllands til sigurs í B deild Evrópumótsins árið 2019.

Með San Antonio á liðinni leiktíð skilaði hann 11,4 stigum, 6,5 fráköstum og 2,4 stoðsendingum. Ísland mun spila við Póllandi 31. ágúst í Katowice en liðin eru í D riðli sem Pólverjar halda utan um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×