Innlent

Níu gistu fanga­geymslur í nótt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Í dagbók lögreglu segir að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Níu gistu fangageymslur. 

Í tilkynningu lögreglunnar segir að lögregla hafi sett upp ölvunarpóst í Reykjavík og fengið ökumenn til að blása. Hver einasti ökumaður hafi mælst innan marka og fengið að halda akstri áfram. 

Á öðrum stað í Reykjavík hafi ökumaður og farþegi reynt að flýja lögreglu þegar hún sinnti umferðareftirliti. Báðir hafi náðst og ökumaðurinn sé grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

Í Reykjavík var einnig tilkynnt um bekk í ljósum logum utandyra. Kveikt hefði verið í rusli undir bekknum. Þegar lögreglu bar að garði var aftur á móti engan eld að finna. 

Lögregla sinnti jafnframt umferðareftirliti í Hafnarfirði og Garðabæ, en í umdæminu voru tveir sektaðir fyrir of hraðan akstur. Einn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×