Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 16:50 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er líffræðingur að mennt. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. „Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35