Fótbolti

Heims­meistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfinga­leik

Árni Jóhannsson skrifar
 Joao Pedro gulltryggði sigur Chelsea með marki á 90. mínútu.
 Joao Pedro gulltryggði sigur Chelsea með marki á 90. mínútu. James Gill - Danehouse/Getty Images

Chelsea lagði Leverkusen í æfingaleik fyrr í kvöld á Stamford Bridge 2-0. Margir nýjir leikmenn fengu að spreyta en einungis vika er í að Úrvalsdeildin á Englandi hefjist að nýju.

Einn af nýjustu leikmönnum Chelsea, Estevao, sem er nýkominn til liðsins frá Palmeiras stimplaði sig inn með besta móti á 18. mínútu leiksins. Cole Palmer hafði þá sett boltann í slána og Estevao greip frákastið og kom boltanum í netið. Mark Flekken markvörður Leverkusen hélt sínum mönnum í leiknum en staðan var 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Það var svo ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins að Joao Pedro gulltryggði sigur Chelsea með góðu skoti sem söng í netinu. Chelsea, sem eru ríkjandi heimsmeistarar félagsliða, voru að spila fyrsta æfingaleikinn eftir að hafa lagt PSG í úrslitaleik HM félagsliða. Þeir munu spila við AC Milan á sunnudaginn og svo hefst alvaran fyrir þá viku síðar þegar Crystal Palace koma í heimsókn á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×