„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 15:31 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, á ekki von á sömu látum í seinni leiknum. vísir / ívar Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður. „Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira