Enski boltinn

Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gyokeres er ekki að byrja nógu vel í búningi Arsenal.
Viktor Gyokeres er ekki að byrja nógu vel í búningi Arsenal. Getty/Catherine Ivill

Viktor Gyökeres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal þegar liðið tapaði á móti Villarreal í æfingarleik fyrir komandi leiktíð.

Arsenal hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með sænska framherjann en Gyökeres kom líka inn á sem varamaður í lok tapleiksins á móti Tottenham.

Leikurinn á móti Villarreal tapaðist 3-2 en Arsenal var 3-1 undir þegar Gyökeres var tekinn af velli.

Arsenal keypti Gyökeres á 63 milljónir punda frá Sporting og sú upphæð gæti hækkað um tíu milljónir punda.

Annar nýr leikmaður, Christian Nørgaard sem kom frá Brentford, skoraði fyrra mark Arsenal með skalla en það síðara kom úr vítaspyrnu sem táningurinn Max Dowman fiskaði. Martin Ödegaard skoraði úr vítinu.

Gyökeres reyndi tvö skot og annað þeirra fór á markið. Hann kom fjórtán sinnum við boltann í leiknum þar af sex sinnum inn í teig. Hann skoraði hins vegar ekki og skapaði heldur ekki færi fyrir félaga sína. Aðeins fjórar af sendingunum hans heppnuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×