Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 09:31 Arnar Ævarsson sérfræðingur í ytra mati er svartsýnn á framtíð skólakerfisins á Íslandi miðað við núverandi stöðu. Vísir Sérfræðingur í ytra mati segir metnaðarleysi og meðvirkni ríkja hjá skólastjórnendum hér á landi. Kostnaður vegna ytra mats hefur gjörminnkað á síðustu árum. Hann segir að börn fái ekki þá þjónustu sem þeim er ætlað í skólum, sem séu reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“ Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“
Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent