Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 19:33 Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum. Vísir Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33