Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 18:57 Gil S. Epstein bauðst til að halda fyrirlesturinn endurgjaldslaust, segir Gylfi. Vísir/Samsett Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst. Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira