Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:30 Sir Jim Ratcliffe tekur í höndina á Harry Maguire eftir tap Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Getty/James Gill Stuðningsmannahópur Manchester United ætlar að skipuleggja eigendamótmæli á fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira