Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:30 Sir Jim Ratcliffe tekur í höndina á Harry Maguire eftir tap Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Getty/James Gill Stuðningsmannahópur Manchester United ætlar að skipuleggja eigendamótmæli á fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Þetta verða tímamótamótmæli. Stuðningsmannahópar félagsins hafa lengi mótmælt Glazer fjölskyldunni sem hefur átt félagið frá 2005 en þetta verða fyrstu mótmælin síðan að Sir Jim Ratcliffe bættist í eigendahópinn. Stuðningsmannahópurinn The 1958 hefur margoft krafist þess að Glazer fjölskyldan selji hlut sinn í félaginu. Nú ætla þeir að þramma í kröfugöngu til Old Trafford 17. ágúst næstkomandi þegar Manchester United tekur á móti Arsenal í fyrstu umferðinni. Ratcliffe á nú 28,94 prósent hlut í United en rekstur félagsins hefur verið á hans herðum síðan í febrúar 2024. Aðhaldsaðgerðir Ratcliffe hafa verið allt annað en vinsælar. Hann hefur sagt upp fjölda starfsmanna félagsins og skorið niður á mörgum stöðum. Á sama tíma gengur reksturinn áfram illa hjá félaginu, leikmenn hafa verið keyptir á risaupphæðir en margir þeirra skilað litlu til félagsins þrátt fyrir að vera á ofurlaunum. „Nýtt tímabil er að byrja en við glímum áfram við sömu vandræðin með eigendurna. Tuttugu ár af Glazer fjölskyldunni og skuldafjalli þeirra er tuttugu árum of mikið. Nú er bara nóg komið,“ sagði í yfirlýsingu frá Stuðningsmannahópnum The 1958. „Við leyfum ekki tímabundni bjartsýni og nokkrum skínandi nýjum hlutum til að fá okkur til að hætta að horfa á stóru myndina,“ segir í tilkynningunni. „Jim Ratcliffe ákvað að leggjast með Glazer fjölskyldunni og er að okkar mati að hjálpa þeim við að halda völdum hjá félaginu. Stuðningsmenn Man United munu því mótmæla Glazer fjölskyldunni og Sir Jim Ratcliffe í fyrsta leik. Sá maður var einu sinni álitinn vera bjargvættur félagsins, af okkur líka, langþráður vonargeisli, en er nú orðinn samsekur að eyðileggingu á öllu því sem gerir okkar félag að því sem það á að vera,“ sagði í yfirlýsingu stuðningsmannahópsins The 1958. 🗣️TODAYS PRESS STATEMENT IN FULL.‘Jim Can’t Fix This’: United Fan Group To Target RatcliffeIn New Wave of Glazer ProtestsInfluential fan group, The 1958, has announced a big new protest ahead of Manchester United’s opening game of the season - for the first time directed at…— The 1958 (@The__1958) August 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira