Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:36 „Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar. aðsend Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent