Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun