Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:58 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar. Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Greint var frá því í gær að Þorvaldur hefði sætt gagnrýndi af hálfu kollega síns, Haralds Sigurðssonar, fyrir að spá því að ekki væri langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Haraldur vildi meina í færslu á Facebook að spá Þorvalds væri „órökstudd og vitnaði í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson, sem hefði sagt að upptök skjálftanna í Ljósufjallakerfinu hefði ekki færst til svo marktækt sé. Haraldur Sigurðsson, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Þorvaldur hafði haldið fram í viðtali á mbl.is að upptök skjálfta við Grjótárvatn hefðu færst ofar í jarðskorpunni en hann hefur áður spáð eldgosi á Snæfelssnesi innan þriggja ára. „En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann,“ skrifaði Haraldur um Þorvald, sem er gjarnan talinn yfirlýsingaglaður. Þorvaldur svarar Haraldi í færslu á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. Það má vel vera, að sögn Þorvalds, að spá hans um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára reynist röng. En allar dylgjur um að hún sé ekki rökstudd sendi hann aftur til föðurhúsanna. Sinni spá til rökstuðnings bendir hann þrennt; að skjálfta þyrpist þétt við Grjótárvatn, að fleiri og fleiri skjálftar séu að mælast grynnra en tíu kílómetra, og að nýjar rannsóknir á gosmyndunum á Snæfellsnesi (Kahl o.fl., 2024; Baxter o.fl, 2023) sýni að í aðdraganda eldgosa á svæðinu byrji kvikusöfnun á um 20 km dýpi og færi sig síðan upp á 10 km dýpi áður en kemur til eldgoss. Hann bendir þó á að breytingar á skjálftavirkninni sé hægt að túlka á fleiri en eina vegu, en honum þyki líklegast að kvika sé að byrja að safnast á grynnra dýpi. „Jafnframt benda þessar rannsóknir á að þegar svo er komið geti gos hafist með stuttum fyrirvara.“ Í desember var fjallað um Ljósufjallakerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2, nú Sýnar.
Eldgos og jarðhræringar Snæfellsbær Stykkishólmur Grundarfjörður Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira