Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 11:01 Í nýjasta þætti Skuggavarpsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Myndin er úr safni. Getty Í áratugi beittu alþjóðleg tóbaksfyrirtæki kerfisbundnum aðferðum til að villa um fyrir almenningi um skaðsemi reykinga. Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals. Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals.
Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira