Fótbolti

Fór að gráta þegar hún skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trinity Rodman náði ekki að fagna sigurmarki sínu því tárin fóru strax að renna.
Trinity Rodman náði ekki að fagna sigurmarki sínu því tárin fóru strax að renna. Getty/Roger Wimmer

Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman sneri um helgina aftur inn á fótboltavöllinn og minnti strax á sig í fyrsta leik.

Rodman tryggði Washington Spirit sigur á Portland Thorn í bandarísku NWSL deildinni með sigurmarki undir lok leiksins.

Þetta hefur aftur á móti verið mjög erfitt sumar fyrir þennan frábæran leikmann sem er lykilmaður í bandaríska landsliðinu. Rodman hefur verið að glíma við leiðinleg bakmeiðsli og hafði ekki spilað síðan í apríl.

Hún var þarna rétt kona á réttum stað og skoraði með þrumuafgreiðslu. Í stað þess að fagna markinu þá fór í staðinn að gráta.

Allir liðsfélagarnir komu til hennar og það sást vel að þeir voru gríðarlega ánægðir fyrir hennar hönd. Allar vildu þær sér faðmlag með Rodman sem segir meira en mörg orð.

Tilfinningaflóðið hélt áfram eftir leikinn því Rodman átti erfitt með sig í viðtali sem má sjá hér fyrir neðan.

„Úff. Þetta var bara að erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum, með þessi meiðsli og allt saman,“ sagði Trinity Rodman.

„Bara það að koma aftur inn í liðið, sérstaklega á heimavelli, með alla mætta til að styðja mig og skora svo svona mark. Þú sást þessa afgreiðslu. Ég ætlaði ekki að klikka á þessu. Ég er svo ánægð með að vera komin til baka. Ég saknaði liðsins og saknaði að gera það sem ég elska,“ sagði Rodman.

„Ég fór bara að gráta af því að þetta var svo stór stund fyrir mig. Ég er búin að gráta yfir þessum meiðslum og þvó að vita svo lítið um hvað væri nákvæmlega að plaga mig. Bara að vera kominn til baka, með þessi meiðsli úr sögunni, þá fóru tárin að flæða,“ sagði Rodman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×