Enski boltinn

Ever­ton að ganga frá kaupum á miðju­manni Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verður áfram í bláu.
Verður áfram í bláu. EPA/DANIEL HAMBURY

David Moyes, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, hefur sagt félagið þurfa fjölda nýrra leikmanna eigi það að vera samkeppnishæft á komandi leiktíð. Það styttist nú í að hann fái nýjan miðjumann. 

Chelsea hefur farið mikinn í sumar – líkt og undanfarna félagaskiptaglugga – og fengið til sín fjölda leikmanna. Þá hefur það einnig verið duglegt að losa sig við leikmenn. Til að mynda var Portúgalinn João Félix seldur til Al Nassr í Sádi-Arabíu væna upphæð og sama má segja um Noni Madueke sem fór yfir lækinn til Arsenal.

Chelsea er hvergi nærri hætt og nú styttist í að Kiernan Dewsbury-Hall verði seldur til Everton. Hinn 26 ára gamli Dewsbury-Hall elti þjálfarann Enzo Maresca til Chelsea á síðasta ári en var ekki í stóru hlutverki á síðustu leiktíð.

Alls kom hann við sögu í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Þessi fótfrái miðjumaður fékk hins vegar að sýna hvað í sér bjó í Sambandsdeild Evrópu þar sem Chelsea fór alla leið.

Everton mun greiða allt að 29 millj­ón­ir punda til að fá leikmanninn í sínar raðir. Það samsvarar 4,8 milljörðum íslenska króna.

Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×