Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 15:09 Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, skrifaði grein vegna banaslyss í Reynisfjöru. Vísir/Samsett Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“ Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“
Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira