Gott silfur gulli betra en hvað nú? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 08:02 Hvað nú? Marc Atkins/Getty Images Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019. Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira