„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 16:04 Halldór Ingi Guðnason rekur verslanirnar Heimaraf og Heimadecor með eiginkonu sinni, Sigrúnu Örnu Gunnarsdóttur. Vísir/Viktor Freyr/Heimaraf Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira